Malaría læknanlegur sjúkdómur sem dregur barn til dauða með 30 sekundu millibili.

 

Fyrir nokkrum árum ók ég fram á grátandi konu sem hélt á alvarlega veikum dreng sem þurfti á bráðri hjálp að halda ég ók þeim á Mnasi Moja spítalann á Zanzibar, þar skildi ég við þau og veit ekki um frekari afdrif drengsinns sem var meðvitundarlítill og mjög máttvana en það eru miklar líkur til að hann hafi annarsvegar látist eða hlotið varanlegann skaða af völdum Malaríunnar sem hafði náð því stigi sem kallast celebral Malaria.

Einkenni þessa banvæna en læknanlega sjúkdóms Malaríu eru hár hiti, kuldaköst, sviti, svimi, uppköst, niðurgangur og beinverkir. Á síðari stigum gefa lifur og nýru sig viðkomandi missir meðvitund og deyr að lokum. Þetta ferli endar líf barns með 30 sekundu millibili í Afríku, samkvæmt upplýsingum WHO/UNICHEF. Afrika ber hæsta hlutfall dauða og kostnaðar vegna Malaríu í heiminum, ástæðurnar eru nokkrar, flest tilfelli smits í Afríku sunnan Sahara eru af völdum Plasmodium falciparum, hættulegasta afbrygði sjúkdómssinns. Þetta svæði er líka heimkynni mikilvirks stofns Moskítóflugunnar sem ber smitið milli manna, einnig er um að kenna skorti á fjármagni og skipulögðum aðgerðum. Milli 2 og 3 milljónir manna deyja árlega úr sjúkdómnum, u.þ.b. 90 prósent þeirra í Afríku, að mestu ung börn og vanfærar konur. Í það minnsta eitt af hverjum fimm ungbörnum fæðast með sýkilinn og sjúkdómurinn er orsök dauða flestra barna er deyja undir 5 ára aldri. Meðan HIV/Aids er valdur ótímabærum dauða  flestra fullorðinna, er Malaría völd dauða flestra barna í heiminum. Samt sem áður er varið 7 sinnum hærri fjárhæðum til að finna lyf til bólusetningar við HIV/Aids en Malaríu.

Í Apríl 2000, undirrituðu leiðtogar Afríkuríkja Abuja yfirlýsinguna, og skuldbundu löndin til að ná fyrirfram ákveðnum árangri í baráttunni við Malaríu ekki seinna en á þessu ári. Yfirlýsingin var eftirfarandi: Árið 2005 skulu 60% þeirra sem þjást af Malaríu hafa aðgang að og eiga möguleika á að nota rétta meðferð við sjúkdómnum á viðráðanlegu verði. Þar segir einnig að ekki minna en 60% þeirra sem eiga á hættu að sýkjast skuli hafa aðgang að Moskítoneti með vörn (netið er vætt eitri sem endist í u.þ.b 6 mánuði). Samt sem áður búa flestar þjóðir Afríku enn við ófullnægjandi varnir og meðferðarúrræði, og samkvæmt upplýsingum WHO nota minna en 5% Afríkubúa í áhættuhóp net. Árlega kostar Malaría ríki Afríku milli USD 10 og 12 miljarða í tapaðri landsframleiðslu jafnvel þó megi ná tökum á eða jafnvel uppræta malaríu fyrir aðeins hluta upphæðarinnar.

Í ríkjum Afríku líkt og í öðrum lítt þróuðum ríkjum heims, eru það fátækt fólk sem mest þjást af völdum Malaríu. Malaría er bæði sjúkdómur fátæktar og sjúkdómur sem veldur eða viðheldur fátækt. Fjárhagslegur uppgangur í ríkjum þar sem Malaría er stórvandamál er mun hægari en í löndum þar sem Malaría er ekki landlæg. Áætlað er að Afrískar fjölskyldur sem eru í áhættu vegna Malaríusmits verji 25% tekna sinna til varnar eða beinnar meðhöndlunar sjúkdómsinns, og allt að 50% þeirra er leita læknis koma vegna Malaríu. Þó verð á Moskítónetum sé lágt miðað við verðlag á vesturlöndum (u.þ.b. US$ 2.33) er verðið of hátt fyrir fátækustu íbúa Afríku. Sé fátækt lögð til hliðar hafa þjóðir Afríku ennfremur verið plagaðar af sterkri endurvakningu sjúkdómsinns á síðastliðnum 10 árum, að stórum hluta vegna þess að Moskítóflugan hefur orðið ónæm fyrir ýmsum tegundum eiturs og einnig hefur malaríu sníkillinn orðið ónæmur fyrir mörgum af þeim lyfjum sem helst hafa verið notuð í baráttunni við sjúkdóminn. Ónæmi gagnvart chloroquine, ódýrasta og mest notaða lyfinu er nú mjög algengt víðast hvar í Afríku. Samt sem áður eru alþjóðleg hjálparsamtök enn að greiða niður og fjármagna meðferðarúrræði sem byggjast á notkun chloroquine.

Hjálparstofnanir og styrktaraðilar verða að hætta að eyða fjármagni í kaup á lyfjum sem virka hreinlega ekki í baráttunni segir í skýrslu frá Medecins Sans Frontieres. Ónæmi gagnvart sulfadoxine-pyrimethamine, oftast fyrsta og ódýrasta arftaka chloroquine er einnig að aukast mjög í austur og Suður Afríku. Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa skorað á ríkisstjórnir vestrænna ríkja að styðja fjölþætt lyf byggt á artemisinin, Jurta extract notað í Kína í hundruð ára en lítt þekkt á vesturlöndum. En artemisinin er ekki unnið í nægjanlegu magni til að geta verið á verði sem íbúarnir ráða við og margar Afrískar þjóðir sitja uppi með að hafa ekki efni á þeim lyfjablöndum sem sannanlega virka. Vestrænir styrktaraðilar hafa farið varlega í að kynna meðferarúrræðið vegna fjárskorts, artemisinin er í dag 10 sinnum dýrara en chloroquine. En aðrir  aðilar mótmæla og segja að beitinga sé þörf í forgangsröðun þeirra er veita fjármagni til þróunar og framleiðslu lyfja til varnar þessa gleymda faraldurs, og hvetja vestræna aðila og hjálparsamtök til að greiða niður Malaríulyf eins og artemisinin. Án niðurgreiðslu segja þeir að stórir hlutar þeirra sem eru í hættu, hafi enga leið til að veita sér og sínum rétta meðhöndlun við sjúkdómnum. Alþjóðleg viðleitni til að ná tökum á eða jafnvel eyða sjúkdómnum fengið aukinn kraft með nýju fjármagni frá styrktaraðilum sem skuldbinda sig til að greiða US$ 4.7 milljarða á næstu 5 árum til UN Global Fund for Aids, tuberculosis and malaria. Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hefur lýst yfir að það sé nálægt því að framleiða bóluefni í samvinnu við The Malaria Vaccine Inatiative. Bóluefnið kom í veg fyrir malaríu í 60% barna við prófanir í Mosambique. En bóluefnið verður í fyrsta lagi komið á markað árið 2010.

Malaria hefur ekki verið vandamál í Norður Ameríku og Evrópu síðan í síðari heimstyrjöldinni þegar DDT kom til sögunnar, ódýrt og mjög öflugt eitur gegn Moskíto flugunni. Í samstilltu átaki var litlu magni af DDT úðað á innveggi húsa. Þessi lausn var svo árangursrík að Malaríu var útrýmt í Evrópu og Bandaríkjunum á fáum árum. Í framhaldi af þessum frábæra árangri á Vesturlöndum ýtti WHO úr vör verkefni sem átti að eyða malaríu með DDT. En fjárframlög mannafl og farartæki til að ná fram samstilltu átaki í Afríku létu á sér standa og verkefnið fjaraði út. Fjármagn til útrýmingar malaríu varð af mjög skornum skammti eftir að US og Evrópa urðu laus við sjúkdóminn, uppúr 1970 fór malaría að aukast mjög aftur í Afríku. Síðan hafa verið uppi háværar deilur um DDT. Í mörgum löndum hafa umhverfissinnar haft áhyggjur af mengun af völdum mikillar notkunar DDT í landbúnaði sem leiddi til algjörs banns á notkun efnisinns einnig til heilsuvarna. Af þessum sökum eru fátæk Afrísk ríki sem geta ekki fjármagnað sínar eigin herferðir og eru uppá styrktaraðila komin, sem nú til dags vilja frekar styrkja notkun  Moskíto neta með forvörn en notkun DDT. En gagnrýnendur segja að net séu lítil vörn í samanburði við samstillt átak með DDT og benda á að þetta sé spurning um magn sem notað er hverju sinni, til samanburðar má nefna að notkun DDT á einu stóru býli samsvarar til magns er gæti nægt smáþjóð í baráttunni við Malaríu. Suður Afríka nánast útrýmdi Malaríu með DDT. Margar þjóðir Afríku eru nú að auka framlög til varna Malaríu ekki síst með tilliti til hve mikil efnahagsleg áhrif sjúkdómurinn hefur. Baráttan við Malaríu er nú álitinn stór þáttur í baráttunni við fátækt í löndum Afríku. Margar þjóðir hafa fellt niður gjöld og tolla af skordýraeitri, flugnanetum og efni til gerðar á þeim. Það ætti að vera öllum ljóst að þó Malaría sé staðbundin í dag þá má búast við að ef ekkert verður gert til að sporna við þeim faraldri sem herjar á Austan og Sunnanverða Afríku gæti hann hæglega breiðst út og jafnvel til Evrópu og víðar.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband